Óvenju mikill hagvöxtur í Þýskalandi

Guido Westerwelle og Rainer Brüderle, utanríkisráðherra og efnahagsráðherra Þýskalands, eru …
Guido Westerwelle og Rainer Brüderle, utanríkisráðherra og efnahagsráðherra Þýskalands, eru eflaust kampakátir með hagvöxtinn. Reuters

2,2% hagvöxtur var í Þýskalandi á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagfræðingar segja að Þýskaland sé í sérflokki þegar litið er til þess hvernig hagkerfi ríkja heimsins eru að taka við sér eftir kreppuna.

Önnur lönd eru jafnvel að gefa eftir aftur og nú er farið að spá nýrri lægð í Bandaríkjunum. Þessi hagvöxtur er sá mesti sem mælst hefur í Þýskalandi á einum ársfjórðungi eftir 1990.

„Bati þýska hagkerfisins, sem bakslag kom í um síðustu áramót, er aftur kominn á fulla ferð,” segir Destatis, hagstofa Þýskalands. Hún hefur einnig endurskoðað tölurnar fyrir fyrsta ársfjórðung og segir nú að þá hafi verið 0,5% hagvöxtur, en ekki 0,2% eins og upphaflega var tilkynnt.

Efnahagsráðherra Þýskalands, Rainer Brüderle, sagði þegar þetta var tilkynnt að Þjóðverjar væru nú að upplifa „XL-hagvöxt”.

Könnun Dow Jones Newswires á meðal sérfræðinga hafði leitt í ljós að þeir spáðu að jafnaði 1,4% hagvexti á öðrum ársfjórðungi og 2,6% á ársgrundvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK