Alþjóða lánshæfismatsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag að Svíþjóð væri AAA ríki og segir ríkisfjármálin þar í landi óbugandi þrátt fyrir 5% samdrátt á síðasta ári. Jafnframt hrósaði Fitch sænska bankakerfinu sem ekki hafi þurft að leita eftir aðstoð sem nokkru næmi þrátt fyrir útþenslu í Eystrasaltsríkjunum.
Fitch telur stöðu efnahagsmála í Svíþjóð afar góða en samdráttarskeiðinu lauk þar á öðrum ársfjórðungi í fyrra.
Til samanburðar er Ísland með heldur lægri einkunn hjá Fitch. Langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru BB+ og BBB+ og skammtímaeinkunn í erlendri mynt er B. Landseinkunn er BB+.