Úrskurðað um greiðslustöðvun Kaupþings í dag

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í dag fyrir beiðni Kaupþings um áframhaldandi greiðslustöðvun til 24. nóvember, en greiðslustöðvunin rennur út í dag. Hámarkstími greiðslustöðvunar er 24 mánuðir, þannig að hún verður ekki lengri en til 24. nóvember og mun bankinn sjálfkrafa fara í slitameðferð að tímabilinu loknu, en hann fékk fyrst greiðslustöðvun hinn 24. nóvember 2008. Sem kunnugt er tók skilanefnd rekstur bankans yfir í byrjun október það ár.

Í yfirliti skilanefndar sem birtist á vef Kaupþings segir að Ólafur Garðarsson, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun, telji að samkvæmt íslenskri löggjöf njóti bankinn í raun sömu lagaverndar í slitameðferð og hann geri í greiðslustöðvun.

Hins vegar telji bankinn skynsamlegt að nota allar lagalegar leiðir til að vernda hagsmuni kröfuhafa. Til að gæta fyllstu varúðar leggi því bankinn til að óskað verði eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til lokadags mögulegs greiðslustöðvunartímabils.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK