LAN og TAM að sameinast

LATAM verður stærsta flugfélag Suður-Ameríku
LATAM verður stærsta flugfélag Suður-Ameríku Reuters

Tvö af stærstu flugfélögum Suður-Ameríku eru að sameinast en tilkynnt var um samrunann í gærkvöldi. Flugfélögin eru LAN sem er í Chile og TAM sem er í Brasilíu. Verður sameinað félag það stærsta í S-Ameríku.

Hlutabréf flugfélaganna hækkuðu mikið þegar fréttist um fyrirhugaðan samruna. TAM hækkaði um 30% í kauphöllinni í Sao Paulo og LAN um tæp 8% í kauphöllinni í Santiago.

Verður móðurfélag þeirra nefnt LATAM Airlines en áfram verður flogið undir merkjum TAM og LAN.

Bæði samkeppnisyfirvöld og hluthafar verða að samþykkja samrunann áður en hann verður að veruleika. Velta sameinaðs félags verður yfir átta milljarðar Bandaríkjadala á ári. Félögin fljúga til 115 áfangastaða í 23 löndum. Starfsmenn eru um 40 þúsund talsins og flugflotinn samanstendur af 241 vél. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK