Hagnaður Dubai Islamic Bank minnkar um 33%

Útibú DIB í Jórdaníu
Útibú DIB í Jórdaníu Reuters

Hagnaður Dubai Islamic Bank dróst saman um 33% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaður bankans 81,9 milljónum Bandaríkjadala, 9,8 milljörðum króna. DIB, sem er stærsti íslamski lánveitandinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hagnaðist um 122,5 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Hagnaður DIB nam 136,6 milljónum dala á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 223,2 milljónir dala.

DIB var stofnaður árið 1975. Hann er elsti íslamski bankinn í Sameinuðu arabísku furstadæminu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK