Kína næst-stærsta hagkerfið

Bílar við Dongfeng-Citroen-bílaverksmiðjurnar í Wuhan. Kína framleiðir nú fleiri bíla …
Bílar við Dongfeng-Citroen-bílaverksmiðjurnar í Wuhan. Kína framleiðir nú fleiri bíla en nokkurt annað ríki. Reuters

Hag­vöxt­ur er geysi­mik­ill í Kína. Í dag var skýrt frá því að lands­fram­leiðsla Jap­ana hefði verið 1,28 þúsund millj­arðar  doll­ara á öðrum árs­fjórðungi sem merk­ir að Jap­an er nú í þriðja sæti á heimsvísu. Kína er komið í annað sætið með 1,33 þúsund millj­arða en Banda­rík­in eru enn lang­stærsta hag­kerfið.

 Vöxt­ur­inn í Jap­an var aðeins 0,4% eða mun minni en reiknað hafði verið með. Kín­verj­ar hafa á síðustu árum og ára­tug­um farið fram úr Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi og nú Jap­an, þessi þróun þykir und­ir­strika að Kína geti hugs­an­lega farið fram úr Banda­ríkj­un­um þegar árið 2030. En enn er þó langt í land. Lands­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna var í fyrra um 14 þúsund millj­arðar doll­ara, þ. e. allt árið í fyrra.

 Íbúar Banda­ríkj­anna eru liðlega 300 millj­ón­ir en um 1350 millj­ón­ir munu nú búa í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka