Hagvöxtur er geysimikill í Kína. Í dag var skýrt frá því að landsframleiðsla Japana hefði verið 1,28 þúsund milljarðar dollara á öðrum ársfjórðungi sem merkir að Japan er nú í þriðja sæti á heimsvísu. Kína er komið í annað sætið með 1,33 þúsund milljarða en Bandaríkin eru enn langstærsta hagkerfið.
Vöxturinn í Japan var aðeins 0,4% eða mun minni en reiknað hafði verið með. Kínverjar hafa á síðustu árum og áratugum farið fram úr Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi og nú Japan, þessi þróun þykir undirstrika að Kína geti hugsanlega farið fram úr Bandaríkjunum þegar árið 2030. En enn er þó langt í land. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var í fyrra um 14 þúsund milljarðar dollara, þ. e. allt árið í fyrra.
Íbúar Bandaríkjanna eru liðlega 300 milljónir en um 1350 milljónir munu nú búa í Kína.