Fréttaskýring: Óumflýjanleg viðbrögð við íslensku bankakreppunni

Davies segir að íslenska bankahrunið hafi verið öfgakennt dæmi sem …
Davies segir að íslenska bankahrunið hafi verið öfgakennt dæmi sem þó muni hafa víðtækar afleiðingar. mbl.is/Kristinn

Hrunið á Íslandi gæti orðið til gagngerra breytinga á reglum um bankastarfsemi. Þetta segir Howard Davies, rektor London School of Economics and Political Science, í nýrri bók sinni, The Financial Crisis, þar sem spurt er hverjum fjármálakreppan í heiminum sé að kenna.

Íslandshrunið er öfgakennt dæmi

„Vandamálið, sem oft er lýst sem bönkunum sem eru „of stórir til að bjarga“, á sér enn eina hlið, það er fyrirtæki með höfuðstöðvar í löndum þar sem stjórnkerfið er of lítið til að standa undir jafnt innlendum sem erlendum skuldum fjármálakerfisins,“ skrifar hann.

„Ísland er öfgakennda dæmið um þetta vandamál. Þar var í raun ekki hægt að ábyrgjast skuldir þeirra eigin banka og því var kostnaði velt yfir á skattborgara í Bretlandi og Hollandi.“ Írland er annað dæmi, þar sem bankakerfið óx svo hratt að það reyndi á sjálft þanþol hagkerfisins þegar syrta tók í álinn.

Reyndar segir Davies að hægt sé að færa rök fyrir því að bankakerfið í ríkjum á borð við Bretland og Sviss sé ofvaxið með hliðsjón af stærð raunhagkerfisins. Hins vegar hafi fjármálamarkaðir enn sem komið er ekki endurspeglað þá áhættu og þar af leiðandi hafi ekki myndast hvati til þess að vinda ofan af efnahagsreikningi þarlendra bankastofnana.

Davies segir að afleiðingin verði líklega sú að stórir, alþjóðlegir bankar muni í framtíðinni verða með höfuðstöðvar þar sem fjármálalegur trúverðugleiki stjórnvalda er mikill. Þar sem það á ekki við verður erfitt fyrir banka að nota útibúakerfi til að fara yfir landamæri. Vel getur farið svo að eftirlit á hverjum stað krefjist þess að þeir stofni dótturfyrirtæki með sérstakri fjármögnun til að tryggja að fjárhagslegur stuðningur sé á umráðasvæði gestgjafans.“

Hann bendir hins vegar á að önnur lausn blasi við í hinu evrópska samhengi: Það er að segja, hægt sé að setja upp einhverskonar miðlægt fjármálaeftirlit á vettvangi Evrópusamrunans sem starfi þvert á landamæri aðildarríkja hins Evrópska efnahagssvæðis sem hafi svo völd til þess að grípa inn í atburðarásina þegar fjármálastöðguleika svæðisins sé ógnað. Þó svo að þetta sé raunhæft í framkvæmd segir Davies að enginn pólitískur vilji sé til staðar um þessar mundir til þess að hrinda slíkri kerfisbreytingu í framkvæmd.

Davies segir líklegt að þetta muni þegar á heildina er litið hækka lántökukostnað, en það séu „óumflýjanleg viðbrögð, sérstaklega við íslensku bankakreppunni“.

Howard Davies
» Howard Davies er hagfræðingur sem hefur gegnt stöðu rektors London School of Economics frá árinu 2004, en þá tók hann við af Anthony Giddens.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK