Vöruverð lækkaði í júlí

Fataverslun í júlí einkenndist af útsölum.
Fataverslun í júlí einkenndist af útsölum.

Verulega hefur dregið úr verðhækkunum frá síðasta ári og hefur verð lækkað í öllum vöruflokkum frá mánuðinum á undan, nema verð á húsgögnum sem hækkaði um 1,3% frá júní.

Að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar, var fataverslun í júlí, sem einkennast af sumarútsölum, 2% lakari að raunvirði en í júlí í fyrra.  Skóverslun gekk hins vegar betur og jókst um 1,4%. Raftækjaverslun virðist vera að ná sér á strik eftir mikinn samdrátt að undanförnu og var raunvelta í raftækjaverslun 13,1% meiri í júlí en í fyrra.
 
Verslun fyrir verslunarmannahelgina fór fram í júlí líkt og í fyrra. Rannsóknarsetrið segir, að marka megi þann raunsamdrátt, sem varð í veltu dagvöruverslana og áfengisverslun í júlí samaborið við júlí í fyrra, megi ætla að landsmenn hafi ekki gert eins vel við sig í mat og drykk um síðastliðna verslunarmannahelgi og í fyrra.

Fjöldi erlendra ferðamanna til landsins var 1,5% meiri en í júlí í fyrra samkvæmt mælingu Ferðamálastofu. Rannsóknarsetrið segir, að sú aukning virðist ekki hafa skilað sér í aukinni sölu á mat og drykk og renni stoðum undir það mat ferðaþjónustuaðila að erlendir ferðamenn spari meira við sig nú en í fyrra.
 
Velta í flestum tegundum smásöluverslunar hefur það sem af er þessu ári verið heldur minni en á sama tímabili í fyrra að raunvirði. Þó hefur náðst jafnvægi í  flestum tegunda verslunar nema þeirra sem selja varanlegar neysluvörur. Rannsóknarnsetrið segir, að ýmsar hagtölur bendi til að botninum sé náð í samdrætti einkaneyslu. Dæmi um það sé hækkun kaupmáttar launa í júlí í fyrsta sinn um langt skeið, eða um 0,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK