Framkvæmdastjórinn, sem skipulagði kaup japanska bankans Nomura á evrópskum eignum bandaríska bankans Lehman Brothers, hefur gert starfslokasamning við Nomura og fær nærri 22 milljónir punda, um 4,1 milljarð króna, starfslokagreiðslur.
Þetta kemur fram í breska blaðinu The Times í dag. Sadeq Sayeed, sem var yfirmaður Nomura í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, er hættur hjá bankanum og hefur gert starfslokasamning. Sayeed skipulagði kaup Nomura á hlutabréfafyrirtæki Lehman Brothers í Lundúnum í september 2008 eftir að Lehman Brothers varð gjaldþrota. Kaupverðið var 2 dalir.