Hagnaður Carlsberg eykst

Carlsberg.
Carlsberg.

Hagnaður danska brugghússins Carlsberg jókst um 35,7% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Er ástæðan einkum söluaukning í Asíu og Rússlandi.

Hagnaður Carlsberg nam 2,63 milljörðum danskra króna, 54 milljörðum íslenskra króna. Sölutekjur jukust um 2% milli ára og námu 17,97 milljörðum danskra króna. Sala dróst saman í Evrópu um 5% en jókst  um 42% í Asíu.

Carlsberg segist reikna með að hagnaður ársins í heild verði 40% meiri en á síðasta ári. Fyrri spár gerðu ráð fyrir 20% aukningu.  

Gengi bréfa Carlsberg hækkaði um 2,1% í viðskiptum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK