Magma hefur greitt fyrir hluta bréfanna

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku. mbl.is/Ómar

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Sweden tilkynnti í dag, að það væri búið að greiða fyrir 38,03% af af þeim hlutabréfum í HS Orku, sem Magma keypti af Geysi Green Energy í maí.

Magma Sweden á nú 84,21% hlut í HS Orku en alls hefur félagið gert samninga um kaup á 98,53% af hlutafénu.

Fram kemur í tilkynningu á vefnum Stockwatch, að Magma hafi greitt tæplega 3,9 milljarða króna fyrir hlutabréfin í dag. Þá er gert ráð fyrir að félagið greiði rúma 3 milljarða króna fyrir afganginn af hlutafénu þann 30. nóvember. 

Ríkisstjórnin skipaði í byrjun ágúst nefnd sem á að rannsaka kaup  Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð í ljósi vafa um lögmæti þeirra viðskipta. Nefndin átti að skila niðurstöðu um þetta 15. ágúst en hefur fengið lengri frest.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK