Magma hefur greitt fyrir hluta bréfanna

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku. mbl.is/Ómar

Kanadíska orku­fyr­ir­tækið Magma Energy Sweden til­kynnti í dag, að það væri búið að greiða fyr­ir 38,03% af af þeim hluta­bréf­um í HS Orku, sem Magma keypti af Geysi Green Energy í maí.

Magma Sweden á nú 84,21% hlut í HS Orku en alls hef­ur fé­lagið gert samn­inga um kaup á 98,53% af hluta­fénu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vefn­um Stockwatch, að Magma hafi greitt tæp­lega 3,9 millj­arða króna fyr­ir hluta­bréf­in í dag. Þá er gert ráð fyr­ir að fé­lagið greiði rúma 3 millj­arða króna fyr­ir af­gang­inn af hluta­fénu þann 30. nóv­em­ber. 

Rík­is­stjórn­in skipaði í byrj­un ág­úst nefnd sem á að rann­saka kaup  Magma Energy á eign­ar­hlut­um í HS Orku í gegn­um dótt­ur­fé­lag í Svíþjóð í ljósi vafa um lög­mæti þeirra viðskipta. Nefnd­in átti að skila niður­stöðu um þetta 15. ág­úst en hef­ur fengið lengri frest.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK