Reynt að forða því að kreppur breiðist út

Reuters

Samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika hefur tekið gildi. Er ætlunin að samhæfa viðbrögð við fjármálaáföllum sem snertir fleiri en eitt ríki.

Samkomulagið hefur verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar auk Íslands, samkvæmt tilkynningu.

Með samkomulaginu er komið á fót fyrsta evrópska samstarfshópnum á grundvelli samkomulags ríkja innan EES um samvinnu til að tryggja fjármálastöðugleika yfir landamæri.

Samkomulag Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna er ekki lagalega bindandi en á grundvelli þess verður unnt að efla samvinnu, samhæfa viðbrögð og vinnubrögð þegar hætta steðjar að, meðal annars með betri upplýsingagjöf milli stofnana, samkvæmt fréttatilkynningu.

Markmið stjórnvalda ríkjanna er að draga úr hættu á því að fjármálakreppa kunni að breiða úr sér yfir landamæri. Ástand sem bundið er við einstakt ríki fellur ekki undir samkomulagið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK