Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er að birta grein á erlendum vettvangi þar sem hann fer yfir hrunið á Íslandi. Hvað olli því að hrunið varð með þessum hætti hér og í raun það varð miklu verra á Íslandi en víðast annars staðar. Þetta kom fram í máli Más á fundi með fjölmiðlum og sérfræðingum í Seðlabankanum í dag.
Már segir að hlutirnir hafi verið gerðir öðru vísi hér en annars staðar af því að annað var ekki hægt. Hér skorti Seðlabankann aðgang að fé þar sem ekki voru skiptasamningar í gangi við aðra seðlabanka.