Vextir lækka um 1%

Helstu stjórnendur Seðlabanka, Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. …
Helstu stjórnendur Seðlabanka, Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson mbl.is/Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 5,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,75%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, svo nefndir stýrivextir, lækka í 7,0% og daglánavextir í 8,5%.

Klukkan 11 mun seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, færa rök fyrir ákvörðuninni og efni þriðja heftis Peningamála kynnt. Hægt er að fylgjast með kynningarfundinum á vef Seðlabankans í sérstakri vefútsendingu.

Er þetta meiri lækkun heldur en flestir sérfræðingar höfðu spáð. Sérfræðingar sem Reutersfréttastofan leitaði til spáðu því meðal annars að vextirnir myndu lækka um  0,5 prósentur. Í lok árs 2008 voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 18% en þeir hafa lækkað jafnt og þétt síðustu mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka