Vextir lækka um 1%

Helstu stjórnendur Seðlabanka, Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. …
Helstu stjórnendur Seðlabanka, Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson mbl.is/Golli

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans um 1 pró­sentu. Vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um inn­láns­stofn­ana lækka í 5,5% og há­marks­vext­ir á 28 daga inn­stæðubréf­um í 6,75%. Vext­ir á lán­um gegn veði til sjö daga, svo nefnd­ir stýri­vext­ir, lækka í 7,0% og dag­lána­vext­ir í 8,5%.

Klukk­an 11 mun seðlabanka­stjóri, Már Guðmunds­son, færa rök fyr­ir ákvörðun­inni og efni þriðja heft­is Pen­inga­mála kynnt. Hægt er að fylgj­ast með kynn­ing­ar­fund­in­um á vef Seðlabank­ans í sér­stakri vefút­send­ingu.

Er þetta meiri lækk­un held­ur en flest­ir sér­fræðing­ar höfðu spáð. Sér­fræðing­ar sem Reu­ters­frétta­stof­an leitaði til spáðu því meðal ann­ars að vext­irn­ir myndu lækka um  0,5 pró­sent­ur. Í lok árs 2008 voru stýri­vext­ir Seðlabanka Íslands 18% en þeir hafa lækkað jafnt og þétt síðustu mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK