Vísbendingar um að botninn sé að baki

Tafir hafa orðið á fjárfestingu tengdri stóriðjuframkvæmdum
Tafir hafa orðið á fjárfestingu tengdri stóriðjuframkvæmdum mbl.is/Þorkell

Vísbendingar eru um að botn efnahagssamdráttarins sé að baki. Sé efnahagsbati hafinn eða við það að hefjast er það nokkru fyrr en Seðlabankinn spáði í Peningamálum í maí. Þetta kemur fram í nýbirtum Peningamálum.

Vöxtur innflutnings á fjárfestingarvörum á fyrri hluta þessa árs gefur tilefni til að ætla að atvinnuvegafjárfesting hafi verið sterkari en áður var talið, þrátt fyrir enn frekari tafir á áætlunum um fjárfestingu tengdri stóriðjuframkvæmdum.

Í nýrri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að kröftugri atvinnuvegafjárfesting á þessu ári vegi upp veikari einkaneyslu og gott betur.

„Það eru einkum vísbendingar af vinnumarkaði sem styðja þá skoðun að efnahagsbatinn sé kröftugri og fyrr á ferðinni, en aðrar vísbendingar eins og veltutölur gefa tilefni til varkárni.

Uppfærð spá bankans gerir því ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu á þessu ári verði heldur minni en spáð var í maí. Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð undanfarið og verið sterkara en spáð var í maí. Hjöðnun verðbólgu hefur því verið hraðari en þá var talið.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og að hún verði við markmið Seðlabankans um mitt næsta ár en í lok þessa árs ef horft er til verðbólgu án áhrifa neysluskatta. Er það nokkru fyrr en spáð var í maí," segir í Peningamálum.

 Mikil óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdir

Enn ríkir mikil óvissa um framgang áætlaðra stóriðjuframkvæmda. Í þeirri spá sem Seðlabankinn birti í dag er reiknað með að framkvæmdir sem áætlað var í maí að yrðu við Helguvíkurverksmiðjuna í ár flytjist að mestu leyti yfir á næsta ár.

Framkvæmdum sem áætlaðar voru á árunum 2011 og 2012 hefur einnig verið hliðrað til í tíma um sem nemur u.þ.b. einu ári. Þá er einnig ljóst að nokkuð dregur úr framkvæmdum við orkuvinnslu í ár. Samanlagt hefur þetta í för með sér að fjárfesting í stóriðju verður svipuð í krónum talið í ár og á síðasta ári en að magni til er gert ráð fyrir um 15% aukningu milli ára í stað 45% í maí.

Lýsti Þórarinn G. Pétursson, formaður ritnefndar Peningamála, því þannig að spár um stóriðjuframleiðslu séu farnar að minna á leikritið Beðið eftir Godot.

Þessi tilfærsla gerir það að verkum að aukningin verður meiri en ella á næsta ári en heldur minni árið 2012. Aukning í útflutningi stóriðjuafurða seinkar með samsvarandi hætti.

 Atvinnuvegafjárfesting að taka við sér

„Vísbendingar eru um að almenn atvinnuvegafjárfesting sé að taka við sér á ný enda er hlutfall hennar af landsframleiðslu orðið sögulega mjög lágt. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst töluvert á öðrum fjórðungi ársins eftir stöðugan samdrátt frá því á árinu 2006.

Samanlagt jókst innflutningur fjárfestingarvöru um 15% að magni á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra en í maíspánni hafði verið gert ráð fyrir að hann ykist ekki á þessu ári,"segir í Peningamálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK