Fjárfestar virtust bjartsýnir á hlutabréfamarkaði í Japan í morgun en Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,32% í kauphöllinni í Tókýó. Eru það væntingar um að Seðlabanki Japans muni grípa til aðgerða svo dragi úr styrkingu jensins gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum.
Hátt gengi jensins þýðir að afkoma útflutningsfyrirtækja er í hættu þar sem þau eiga viðskipti í öðrum gjaldmiðlum en jeni. Voru það útflutningsfyrirtæki sem leiddu hækkun dagsins.