Byggt á veikustu örmynt veraldar

mbl.is/Júlíus

Vænt­an­lega verður það ein af stóru rann­sókn­ar­spurn­ing­um hag­fræðinn­ar í framtíðinni hvernig heilt sam­fé­lag taldi sér trú um að hægt væri að byggja alþjóðlegt fjár­mála­veldi á veik­ustu ör­mynt ver­ald­ar, skrif­ar Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, á vef sinn um ís­lenskt viðskipta­líf.

„Nær all­ir þeir sem tjáð sig hafa eft­ir hrunið og til þekkja um þróun ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins á ár­un­um 2002 - 2008 telja að veiki hlekk­ur­inn í keðjunni hafi verið gjald­miðill­inn og að pen­inga­stefna Seðlabanka í umboði rík­is­valds­ins, - hin svo­kallaða há­vaxta­stefna, hafi marg­faldað geng­isáhættu kerf­is­ins alls.

Van­mátu áhrif falls krón­unn­ar

Fjár­mála­sér­fræðing­ar og fjár­fest­ar í ís­lensku fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um telja marg­ir það sína helsu yf­ir­sjón að hafa van­metið þau lífs­hættu­legu áhrif sem það hefði á ís­lensku bank­ana að krón­an, sem þeir vissu að stóð höll­um fæti, tæki að gefa sig og yrði verðlaus í vax­andi alþjóðlegri lausa­fjár­kreppu. Marg­ir naga sig í handabök­in yfir því að hafa ekki séð fyr­ir hætt­una af því að geta ekki borgað er­lend­ar skuld­ir þrátt fyr­ir að vera með alla vasa fulla af ís­lensk­um pen­ing­um," skrif­ar Björgólf­ur Thor.

Há­vaxta­stefn­an og veik­ur gjald­miðill ýttu und­ir sveifl­ur í efna­hags- og fjár­mála­lífi á Íslandi. Við slík­ar aðstæður bregða spá­kaup­menn gjarn­an á leik enda skapa mikl­ar breyt­ing­ar á skömm­um tíma ýmis tæki­færi á skjót­fengn­um gróða. Tvenns kon­ar fjár­mála­af­urðir litu dags­ins ljós við þess­ar aðstæður.

Önnur var svo­kölluð jökla­bréf, en hin afurðin var gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­ur sem gerði mönn­um m.a. kleift að græða á falli ís­lensku krón­unn­ar.

„Báðar þess­ar afurðir höfðu drama­tísk áhrif á fram­vindu mála í aðdrag­anda hruns­ins, hvor á sinn hátt. Jökla­bréf­in héldu skráðu gengi krón­unn­ar miklu hærra en um­svif at­vinnu­lífs­ins gáfu til­efni til og áttu því veru­leg­an þátt í því að ódýrt er­lent láns­fé streymdi inn til Íslands, - lán sem al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki eiga nú í mikl­um erfiðleik­um með að greiða.

Gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­arn­ir leiddu hins veg­ar til þess að aðilar á markaði tóku stöðu gegn krón­unni, m.ö.o. þá veðjuðu þeir á að gengi krón­unn­ar félli. Þar með varð til þrýst­ing­ur á og svo yrði, - og það varð raun­in. Krón­an hrundi með þeim af­leiðing­um inn­flutt­ar vör­ur á Íslandi hækkuðu veru­lega og Íslend­ing­ar þurftu að öngla sam­an fleiri krón­um en ella til að greiða sín er­lendu lán," skrif­ar Björgólf­ur Thor og neit­ar því að fé­lög tengd hon­um hafi tekið stöðu gegn ís­lensku krón­unni.

Vef­ur Björgólfs Thors 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK