Fengu 15% hlut í Dagsbrún fyrir lítið

Gunnar Smári Egilsson, var forstjóri Dagsbrúnar
Gunnar Smári Egilsson, var forstjóri Dagsbrúnar mbl.is/Sverrir

Landsbankinn eignaðist 15% hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Dagsbrún þar sem ekki reyndist unnt að rukka beint fyrir ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir fyrirtækið. Í skýrslu sem  birt er á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar kemur fram að líklega séu lífeyrissjóðir í verri stöðu vegna Dagbrúnar heldur en Landsbankinn.

Sérstaklega var rætt um Dagsbrún, fjölmiðlafyrirtæki sem hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, 365, Íslensk afþreying, Rauðsól ofl,  undir liðnum „önnur mál“ á fundi bankastjórnar Landsbankans í desember 2006.

Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans,  gerði grein fyrir málinu og rakti forsögu þess. „Hluti af starfsemi Dagsbrúnar þandist of hratt út og ýmsar fjárfestingar þeirra hafa reynst erfiðar. Talið er tryggt að verkefnið fari ekki úr böndunum. Bankinn mun eignast 15% í félaginu sem þóknun fyrir ráðgjafarverkefnið. Landsbankinn er handhafi trygginga sem völ er á í félaginu. Kjartan Gunnarsson þakkaði fyrir þetta en honum fannst þetta heldur verra en hann hefði talið. Spyr hvers vegna bankinn þurfi nú að eignast hlutinn. Bankinn fær þennan hlut fyrir lítið en ekki reyndist unnt að rukka beint fyrir ráðgjafarvinnu vegna þessa.

Elín og Sigurjón Þ. Árnason telja þetta ekki líta illa út gagnvart Landsbankanum en Wyndeham er erfiðasti hlutinn. Lífeyrissjóðir eru sennilega í verri stöðu. Þorgeir Baldursson sagði að sér (Odda) hefði verið boðið þetta til kaups á undan Dagsbrún og hann hafnað þar sem honum leist illa á málið. Kjartan Gunnarsson þakkaði fyrir upplýsingarnar og Þorgeir sagði þetta skýra málið,“ samkvæmt skýrslu sem Björgólfur Guðmundson lét vinna haustið 2009.

Vefur Björgólfs Thors

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK