Ekki rekinn heldur samkomulag um starfslok

Róbert Wessman
Róbert Wessman mbl.is/Ómar Óskarsson

Ró­bert Wessman, fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis, seg­ir að starfs­loka­samn­ing­ur hans við Acta­vis frá ár­inu 2008 sýni að hann var ekki vikið úr starfi held­ur var sam­komu­lag um starfs­lok hans. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Ró­bert hef­ur sent frá sér vegna um­fjöll­un­ar um starfs­lok hans á vef Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar. Þar seg­ir Björgólf­ur að Ró­bert hafi verið vikið úr starfi.

Til­kynn­ing Ró­berts:
 
„Við gerðum form­leg­an samn­ing um starfs­lok­in og þar kem­ur hvergi fram að mér hafi verið vikið úr starfi held­ur þvert á móti er tekið fram að sam­komu­lag hafi náðst. Tekið er fram að upp­sagn­ar­frest­ur verði greidd­ur sem var sex mánuðir og að ég styðji yf­ir­færslu verk­efna til nýs for­stjóra og verði aðgengi­leg­ur eft­ir þörf­um. Ljóst má vera að hefði verið um brottrekst­ur að ræða hefðu bæði samn­ing­ur og greiðslur til mín verið á ann­an veg. Ég vildi ein­fald­lega snúa mér að mín­um eig­in fjár­fest­ing­um og leiðir okk­ar skildu. Mér finnst áríðandi að rétt sé farið með þetta mál.    
 
Varn­ar­bar­rátta Björgólfs til að verja skaddað mann­orð sitt hef­ur nú tekið á sig nýja mynd og fjöldi manns vinn­ur nú hörðum hönd­um til þess eins að þeyta ryki í augu al­menn­ings. Björgólf­ur virðist hrein­lega neita að axla sína ábyrgð á þeim hrunadansi sem hér hef­ur orðið. Ekki verður hjá því kom­ist að velta fyr­ir sér þeim kostnaði sem Björgólf­ur hef­ur nú varið í spuna­meist­ara­vinnu og væri þeim pen­ing­um nú ekki bet­ur varið í upp­gjöri á skuld­um fyr­ir­tækja hans.
 
Ég ætla mér ekki munn­höggv­ast við Björgólf í fjöl­miðlum en hvet hann ein­dregið til að verja sín um­svif í ís­lensku viðskipta­lífi með staðreynd­um en ekki end­ur­tekn­um rang­færsl­um," seg­ir í til­kynn­ingu sem Ró­bert Wessman rit­ar und­ir.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK