Magma fjárfestir í Chile

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi með fulltrúum Magma Energy.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi með fulltrúum Magma Energy. Heiðar Kristjánsson

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy, sem hyggst kaupa hlut í HS Orku, er með jarðvarmavirkjun í undirbúningi í Chile, samkvæmt frétt Bloomberg. Fleiri fyrirtæki hyggjast nota jarðvarmann til raforkuframleiðslu en Magma gæti orðið það fyrsta ef áætlanir ganga eftir um að hefja rekstur árið 2014.

Bloomberg hefur þetta eftir John Selters, yfirmanni Magma í Chile. Á Magma í samvinnu við fyrirtækið Enel en í fréttinni er vitnað til reynslu Íslendinga og Nýsjálendinga af raforkuframleiðslu úr jarðvarma. Miklir möguleikar eru taldir á jarðhitasvæðum við eldstöðvar Andesfjallanna. Er fjárfesting Magma sögð 230 milljónir dollara í þessu verkefni, jafnvirði um 27 milljarða króna. Í frétt Bloomberg segir ennfremur að Magma starfræki jarðvarmavirkjanir á Íslandi og í Nevada í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK