Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir að tilfærslur sem gerðar hafi verið „með tilstyrk Landsbankans“ í kjölfar bankahrunsins 2008 hafa verið til þess gerðar að tryggja áframhaldandi eignarhald Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlaveldi sínu.
Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, vill ekki tjá sig efnislega um ásakanir Páls. Hann segir Landsbankann óska Páli „velfarnaðar í störfum sínum á Ríkisútvarpinu.“
Páll segir tilfæringarnar hafa haft tvíþættan tilgang, „annars vegar að tryggja eignarhald og yfirráð Jóns Ásgeirs yfir fjölmiðlunum en hins vegar að koma skuldunum yfir á einhverja aðra, þar með talið skattgreiðendur, sem voru orðnir eigendur bankans.“ Landsbankinn var, þegar þarna var komið sögu kominn í eigu ríkisins. Bankasýsla ríkisins fer í dag með eignarhlut ríkisins í bankanum, sem er 81,33%.
Hagar í ágætum samskiptum við RÚV
Segir Landsbankann hafa staðið á bakvið Jón Ásgeir