Segja að 1.000 milljarðar hafi horfið

BOB STRONG

Fyrrum bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, áætla í skýrslu sem þeir unnu og birt er á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar, að nærri eitt þúsund milljarðar króna hafi horfið úr eignasafni Landsbankans þann 7. október 2008 er bankinn var tekinn yfir af ríkissjóði.

Segir á vef Björgólfs að eignasafn bankans hafi rýrnað um fjórðung  bara við það að vera yfirtekinn. „Endurhverfir samningar voru hirtir upp í skuldir og seldir á brunaútsölu, víkjandi lán urðu að engu og verðmæti dótturfélaga hvar," segir á vef Björgólfs Thors.

Hann segir að árásir íslensku krónunnar á verðmæti eigna hafi farið verst með almenning í landinu því fjölmargir höfðu tekið gengistryggð íbúða- og bílalán og því kemur rýrnunin beint niður á þeim.

„Síðasta árásin á eignir í íslenska hagkerfinu var síðan verðfall á hlutabréfum í öðrum íslenskum fyrirtækjum sem tengdust ekki beint fjármálafyrirtækjunum en heildarverðmæti fyrirtækja á borð við Marel, Össur, Actavis, Eimskip og fleiri lækkaði svo nam tugum og jafnvel hundruðum milljarða.

Þegar spurt er um hvert peningarnir hafi farið þá eru helstu svörin að finna í þeirri gríðarlegu rýrnun eigna sem átti sér stað í hruninu, aðdraganda þess og eftirmálum. Það var til þess að koma í veg fyrir þessa uppgufun verðmæta sem nær allar ríkisstjórnir á Vesturlöndum lögðu áherslu á að koma í veg fyrir hrun bankanna," segir á vef Björgólfs Thors.

Skýrsla, sem gerð var fyrir Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi formann bankaráðs Landsbankans, á síðasta ári um starfshætti bankaráðsins, var birt á vef Björgólfs Thors í gær en ekki hefur verið hægt að opna hana á vefnum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK