Varð algjör trúnaðarbrestur

Björgólfur Thor og Róbert Wessman á meðan allt lék í …
Björgólfur Thor og Róbert Wessman á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Brynjar Gauti

„Hið sanna er að áhugi minn og stjórnar Actavis á áframhaldandi samstarfi við þáverandi forstjóra  var enginn. Milli mín og forstjórans hafði orðið algjör trúnaðarbrestur," segir Björgólfur Thor Björgólfsson á vef sínum í kvöld, þar sem hann svarar yfirlýsingu Róberts Wessman, fv. forstjóra Actavis, frá í dag

Í yfirlýsingu sinni sagðist Róbert m.a. ekki hafa verið rekinn frá Actavis líkt og Björgólfur Thor hefur haldið fram. Vísaði Róbert til þess að samkomulag hefði verið gert um starfslok hans og birti hann starfslokasamninginn við Actavis því til sönnunar. Sagðist Róbert hafa ákveðið að snúa sér að eigin fjárfestingum.

Vinnur gegn Actavis

Á vefsíðu sinni sakar Björgólfur Thor Róbert um að vinna skipulega gegn Actavis gegnum núverandi fyrirtæki sitt, Alvogen. Segir hann að ástæður þess að ákveðið var að víkja Róberti Wessman úr starfi forstjóra Actavis hafi væri þær að rekstraráætlanir, sem hann hafi borið ábyrgð á, hafi engan veginn staðist, auk þess sem félagið hafi tapað háum fjárhæðum vegna gæðavandamála í verksmiðju í Bandaríkjunum og orðsporsvanda í kjölfarið.  

„Í yfirlýsingu í gær segist Róbert Wessman hafa lýst því ítrekað yfir við mig, á meðan hann var enn forstjóri Actavis,  að hann hefði ekki áhuga á að starfa frekar með mér.  Hið sanna er að áhugi minn og stjórnar Actavis á áframhaldandi samstarfi við þáverandi forstjóra  var enginn. Milli mín og forstjórans hafði orðið algjör trúnaðarbrestur. Hann var önnum kafinn við eigin fjárfestingar og er nú í harðri samkeppni við Actavis sem stjórnandi og einn stærsti eigandi bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen. Frá því að leiðir hans og Actavis skildu hefur hann borið víurnar í fjölmarga starfsmenn Actavis og unnið skipulega gegn fyrirtækinu. Yfirlýsingar hans ber að skoða í því ljósi," segir Björgólfur Thor.

Áskilur sér fullan rétt til málfrelsis

Ennfremur segir hann að viðbrögð við vefsíðunni hafi almennt verið góð, en einnig hafi borið nokkuð á ómálefnalegum viðbrögðum.

„Það má því furðu sæta þegar menn tala og skrifa á þann veg, að ég eigi ekkert með að setja þessar upplýsingar fram. Ég áskil mér hins vegar rétt til málfrelsis og því fullkomlega eðlilegt að ég leggi fram allar upplýsingar um viðskipti mín. Umræða hlýtur að verða hnitmiðaðri og marktækari ef sem mestar upplýsingar liggja fyrir, til að byggja skoðanir sínar á," segir Björgólfur Thor ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK