Varð algjör trúnaðarbrestur

Björgólfur Thor og Róbert Wessman á meðan allt lék í …
Björgólfur Thor og Róbert Wessman á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Brynjar Gauti

„Hið sanna er að áhugi minn og stjórn­ar Acta­vis á áfram­hald­andi sam­starfi við þáver­andi for­stjóra  var eng­inn. Milli mín og for­stjór­ans hafði orðið al­gjör trúnaðarbrest­ur," seg­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son á vef sín­um í kvöld, þar sem hann svar­ar yf­ir­lýs­ingu Ró­berts Wessman, fv. for­stjóra Acta­vis, frá í dag

Í yf­ir­lýs­ingu sinni sagðist Ró­bert m.a. ekki hafa verið rek­inn frá Acta­vis líkt og Björgólf­ur Thor hef­ur haldið fram. Vísaði Ró­bert til þess að sam­komu­lag hefði verið gert um starfs­lok hans og birti hann starfs­loka­samn­ing­inn við Acta­vis því til sönn­un­ar. Sagðist Ró­bert hafa ákveðið að snúa sér að eig­in fjár­fest­ing­um.

Vinn­ur gegn Acta­vis

Á vefsíðu sinni sak­ar Björgólf­ur Thor Ró­bert um að vinna skipu­lega gegn Acta­vis gegn­um nú­ver­andi fyr­ir­tæki sitt, Al­vo­gen. Seg­ir hann að ástæður þess að ákveðið var að víkja Ró­berti Wessman úr starfi for­stjóra Acta­vis hafi væri þær að rekstr­aráætlan­ir, sem hann hafi borið ábyrgð á, hafi eng­an veg­inn staðist, auk þess sem fé­lagið hafi tapað háum fjár­hæðum vegna gæðavanda­mála í verk­smiðju í Banda­ríkj­un­um og orðspor­svanda í kjöl­farið.  

„Í yf­ir­lýs­ingu í gær seg­ist Ró­bert Wessman hafa lýst því ít­rekað yfir við mig, á meðan hann var enn for­stjóri Acta­vis,  að hann hefði ekki áhuga á að starfa frek­ar með mér.  Hið sanna er að áhugi minn og stjórn­ar Acta­vis á áfram­hald­andi sam­starfi við þáver­andi for­stjóra  var eng­inn. Milli mín og for­stjór­ans hafði orðið al­gjör trúnaðarbrest­ur. Hann var önn­um kaf­inn við eig­in fjár­fest­ing­ar og er nú í harðri sam­keppni við Acta­vis sem stjórn­andi og einn stærsti eig­andi banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Al­vo­gen. Frá því að leiðir hans og Acta­vis skildu hef­ur hann borið ví­urn­ar í fjöl­marga starfs­menn Acta­vis og unnið skipu­lega gegn fyr­ir­tæk­inu. Yf­ir­lýs­ing­ar hans ber að skoða í því ljósi," seg­ir Björgólf­ur Thor.

Áskil­ur sér full­an rétt til mál­frels­is

Enn­frem­ur seg­ir hann að viðbrögð við vefsíðunni hafi al­mennt verið góð, en einnig hafi borið nokkuð á ómál­efna­leg­um viðbrögðum.

„Það má því furðu sæta þegar menn tala og skrifa á þann veg, að ég eigi ekk­ert með að setja þess­ar upp­lýs­ing­ar fram. Ég áskil mér hins veg­ar rétt til mál­frels­is og því full­kom­lega eðli­legt að ég leggi fram all­ar upp­lýs­ing­ar um viðskipti mín. Umræða hlýt­ur að verða hnit­miðaðri og mark­tæk­ari ef sem mest­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir, til að byggja skoðanir sín­ar á," seg­ir Björgólf­ur Thor enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK