Kaupaukasamningum rift

Upp­gjöri á kaupauka­samn­ing­um hjá Lands­bank­an­um í sept­em­ber og októ­ber 2008 hef­ur verið rift. Þar er um að tefla rift­un­ar­mál upp á 400 millj­ón­ir króna sem bein­ast gegn þrem­ur fyrr­ver­andi yf­ir­mönn­um bank­ans.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi slita­stjórn­ar Lands­bank­ans í dag. Þar kom einnig fram, að ekki var gengið að trygg­ing­um vegna lána­skuld­bind­inga ákveðinna viðskipta­vina Lands­bank­ans á meðan þær voru gjald­kræf­ar síðustu vik­urn­ar fyr­ir fall bank­ans.

Talið er að tap bank­ans vegna þess nemi tug­um millj­arða króna. Mál sem þessi eru einkum til skoðunar í hugs­an­leg­um skaðabóta­mál­um bank­ans, en und­ir­bún­ing­ur þeirra er á loka­stigi, að því er fram kom í kynn­ingu slita­stjórn­ar­inn­ar. Slita­stjórn­in hef­ur einnig ákveðið að rifta af­borg­un­um af skulda­bréf­um bank­ans síðustu mánuðina fyr­ir fall Lands­bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka