Milljarður á mánuði

Rekstur starfsstöðvar skilanefndar Landsbankans í London kostaði 1,1 milljarð króna …
Rekstur starfsstöðvar skilanefndar Landsbankans í London kostaði 1,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins. mbl.is

Heildarkostnaður vegna reksturs þrotabús Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam tæplega sex milljörðum króna. Þetta kom fram í kynningu fyrir kröfuhafa bankans í morgun.

Helmingur upphæðarinnar vegna sérfræðikostnaðar. Munar þar mestu um erlendan sérfræðikostnað, sem nemur tæplega 2,5 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld eru skráð 1,6 milljarðar króna.

Fjöldi starfsmanna skilanefndar Landsbankans í Reykjavík, London, Amsterdam og Halifax er 115 manns. Þar af starfa 53 í London, en launakostnaður vegna þeirrar starfsstöðvar nám rúmlega 1,1 milljarði króna á fyrri helmingi ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK