Um fjörutíu fyrrverandi starfsmenn Baugs skulda samtals meira einn milljarð króna vegna lána sem þeir tóku til að eignast hlut í félaginu sem nú er gjaldþrota. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
Ákveðið verður á skiptafundi félagsins BGE eignarhaldsfélags á miðvikudag hvort ráðist verður í innheimtu lánanna eða ekki en starfsmennirnir eru allir í persónulegum ábyrgðum.
Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Gunnar Sigurðson og Stefán
Hilmarsson eru með hæstu skuldirnar að sögn Sjónvarpsins.