Skulda milljarð vegna hlutafjárkaupa í Baugi

Um fjörutíu fyrrverandi starfsmenn Baugs skulda samtals meira einn milljarð króna vegna lána sem þeir tóku til að eignast hlut í félaginu sem nú er gjaldþrota. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Ákveðið verður á skiptafundi félagsins BGE eignarhaldsfélags á miðvikudag hvort ráðist verður í innheimtu lánanna eða ekki en starfsmennirnir eru allir í persónulegum ábyrgðum.  

Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Gunnar Sigurðson og Stefán Hilmarsson eru með hæstu skuldirnar að sögn Sjónvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK