Hráolíuverð ekki lægra í 11 vikur

Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum í New York
Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum í New York Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið jafn lágt og í dag í ellefu vikur. Fór tunnan af hráolíu undir 72 Bandaríkjadali í dag og má rekja þetta til efasemda um stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi heims.

Í New York fór tunnan af olíu til afhendingar í október lægst í 71,45 dali. Er það lægsta verð sem hefur fengist fyrir tunnuna á NYMEX markaðnum síðan 7. júní. Hefur verðið heldur þokast upp á við nú síðdegis og er 72,06 dalir tunnan. Er það 1,04 dala lækkun frá lokaverði í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK