Viðskiptanefnd fundi um kaupin á Vestia

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Ómar Óskarsson

„Við sem í viðskiptanefnd sitjum erum á fundi eftir fundi búin að ræða reglur sem miðuðu að því að tryggja gegnsæi í sölu og sátum þar með fulltrúum bankanna. Síðan þegar menn selja kippu af stórfyrirtækjum þá gerist það á bak við luktar dyr og enginn veit neitt. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig í ósköpunum það getur komið til," segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn í viðskiptanefnd fóru fram á það í dag að nefndin fundaði um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia.

Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, keypti Vestia efh. af NBI hf, eða Landsbankanum, og fylgja kaupunum 8 fyrirtæki sem hjá vinna um 6.000 manns. Guðlaugur segir að ræða þurfi söluferlið og hvers vegna það var ekki gegnsærra en raun ber vitni. „Það á ekki að skipta máli hvort menn selja mörg fyrirtæki eða eitt og maður myndi raunar ætla að því stærri sem salan væri því mikilvægara væri að fara eftir þessum reglum."

„Á sama hátt hefði á áhuga á að vita það hvernig aðkoma lífeyrissjóðanna verður að fyrirtækjarekstri í nánustu framtíð, því við þekkjum það á okkar litla markaði að það getur veri hættulegt ef aðilar eru of stórir og skapað ósætti. Og lífeyrissjóðirnir eru af þeirri stærðargráðu að þeir gætu orðið ansi fyrirferðarmiklir. Ég tel að reynslan hafi kennt okkur að betra sé að fara yfir þetta áður en ferlið hefst heldur en eftir á."

Að sögn Guðlaugs tóku Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, og allir nefndarmenn afar vel í tillöguna og því megi búast við að salan verði rædd á næsta nefndarfundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK