Fékk 15 milljónir fyrir skýrslu

Frederic Mishkin, t.h., á ráðstefnu á Íslandi 2006.
Frederic Mishkin, t.h., á ráðstefnu á Íslandi 2006. mbl.is/ÞÖK

Bandaríski prófessorinn Frederic Mishkin fékk 124 þúsund dali, jafnvirði 15 milljóna króna á núverandi gengi, fyrir að skrifa skýrslu um íslenskt fjármálalíf árið 2006 ásamt Tryggva Þór Herbertssyni, þáverandi forstöðumanni Hagfræðistofnunar. Skýrslan hét: Fjármálalegur stöðugleiki á Íslandi og var gerð fyrir Verslunarráð.

Þetta kemur fram í myndinni heimildarmyndinni Inside Job, sem  bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Charles Ferguson gerði um fjármálakreppuna og verður sýnd í haust. Myndin var raunar sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor.

Í stiklu úr myndinni sést viðtal við Mishkin, sem sat um tíma í stjórn bandaríska seðlabankans en er nú prófessor við Columbia viðskiptaháskólann. Fjallað er um myndskeiðið í dálkinum alphaville á  vef Financial Times í dag og segir þar að Mishkin eigi greinilega erfitt með að verja Íslandsskýrsluna. 

Í viðtalinu segir Mishkin að það hafi verið opinber vitneskja hvað hann fékk fyrir skýrsluna. Þá kemur fram á vef Financial Times, að í æviágripi Mishkins, sem sá sem tók viðtalið í myndinni fékk í hendur, sé skýrslan sögð heita: Fjármálalegur óstöðugleiki á Íslandi. FT segir, að þegar Mishkin sé spurður um þetta sé svarið nánast óskiljanlegt en snúist að hluta um stafsetningarvillu.

Vitnað er í skýrsluna þar sem segir, að íslenska hagkerfið hafi brugðist við frjálsræði í peningamálum og eftirlit og löggjöf á fjármálamarkaði séu mjög virk. Þegar Mishkin er spurður um þetta í viðtalinu segir hann að mistökin hafi falist í því, að löggjöf og eftirlit hafi ekki verið nægilega virk þótt það hafi verið almennt talið á þessum tíma. 

Umfjöllun Financial Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka