2,9 milljarða króna sekt

Flugvélar American Airlines.
Flugvélar American Airlines. Reuters

Banda­rísk loft­ferðayf­ir­völd ákváðu í dag að flug­fé­lagið American Air­lines skuli greiða 24,2 millj­ón­ir dala, jafn­v­irði 2,9 millj­arða króna, í stjórn­valds­sekt fyr­ir að van­rækja eft­ir­lit með MD-80 flug­vél­um í eigu fé­lags­ins árið 2008. Er þetta hæsta sekt af þessu tagi, sem um get­ur.

Flug­fé­lagið fylgdi ekki  regl­um, sem sett­ar voru árið 2006 og áttu að tryggja að ekki yrði skamm­hlaup í raf­leiðslum í hkóla­búnaði flug­véla. Slíkt skamm­hlaup get­ur valdið því að raf­magn fer af búnaðinum og hugs­an­lega elds­voða. 

Eft­ir að banda­ríska loft­ferðaeft­ir­litið, FAA, komst að því í apríl 2008, að flug­fé­lagið hefði ekki skoðað tvær flug­vél­ar nægi­lega vel, voru um 1000 flug­vél­ar fé­lags­ins kyrr­sett­ar meðan frek­ari rann­sókn fór fram. Sú rann­sókn leiddi í ljós að 286 MD-80 flug­vél­ar í eigu American Air­liens hefðu farið í sam­tals 14.278 flug­ferðir án þess að upp­fylla kröf­ur um eft­ir­lit.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka