Verðhjöðnun síðustu mánuði

Útsölum er víðast lokið
Útsölum er víðast lokið mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs  hækkaði um 0,25% í ágúst frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,38% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5%.

Sumarútsölur hafa að nokkru leyti gengið til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,6% (vísitöluáhrif 0,28%).

Minnsta verðbólga frá október 2007

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,7% sem jafngildir 2,9% verðhjöðnun á ári (3,4% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið minni frá því í október 2007. 

 Á síðustu tólf mánuðum hafa innlendar vörur aðrar en búvörur hækkað um 8,7%. Innlendar vörur og grænmeti hafa hækkað um 4,9%. Hins vegar hafa innfluttar vörur hækkað um 5,6%. Ef áfengi og tóbak eru undanskilin nemur hækkunin 3,7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK