39 fyrirtæki gjaldþrota í júlí

Flest gjaldþrot eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Flest gjaldþrot eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Í júlí voru skráð 103 ný einkahlutafélög samanborið við 208 einkahlutafélög í júlí 2009, sem jafngildir rúmlega 50% fækkun milli ára. Á sama tíma voru 39 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 35 fyrirtæki í júlí 2009.

Hagstofan segir, að eftir bálkum atvinnugreina hafi flest gjaldþrot verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 7 mánuði ársins hefur 591 fyrirtæki orðið gjaldþrota sem er tæplega 9% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 543 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Auk einkahlutafélaganna 103, sem skráð voru ný í júlí, voru  skráð 27 samlagsfélög  í júní. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er því 1002 fyrstu 7 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæplega 35% frá sama tímabili árið 2009 þegar 1530 ný einkahlutafélög voru skráð.

Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í heild- og smásöluverslun, og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum en flest samlagsfélög voru skráð í sérfræðilegi, vísindalegri og tæknilegri starfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK