39 fyrirtæki gjaldþrota í júlí

Flest gjaldþrot eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Flest gjaldþrot eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Í júlí voru skráð 103 ný einka­hluta­fé­lög sam­an­borið við 208 einka­hluta­fé­lög í júlí 2009, sem jafn­gild­ir rúm­lega 50% fækk­un milli ára. Á sama tíma voru 39 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta sam­an­borið við 35 fyr­ir­tæki í júlí 2009.

Hag­stof­an seg­ir, að eft­ir bálk­um at­vinnu­greina hafi flest gjaldþrot verið í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð. Fyrstu 7 mánuði árs­ins hef­ur 591 fyr­ir­tæki orðið gjaldþrota sem er tæp­lega 9% aukn­ing frá sama tíma­bili árið 2009 þegar 543 fyr­ir­tæki voru tek­in til gjaldþrota­skipta.

Auk einka­hluta­fé­lag­anna 103, sem skráð voru ný í júlí, voru  skráð 27 sam­lags­fé­lög  í júní. Heild­ar­fjöldi ný­skráðra einka­hluta­fé­laga er því 1002 fyrstu 7 mánuði árs­ins og hef­ur ný­skrán­ing­um fækkað um tæp­lega 35% frá sama tíma­bili árið 2009 þegar 1530 ný einka­hluta­fé­lög voru skráð.

Eft­ir bálk­um at­vinnu­greina voru flest einka­hluta­fé­lög skráð í heild- og smá­sölu­versl­un, og viðgerðum á vél­knún­um öku­tækj­um en flest sam­lags­fé­lög voru skráð í sér­fræðilegi, vís­inda­legri og tækni­legri starf­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK