Hagnaður hjá OR á fyrri hluta ársins

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Rekst­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur skilaði 5,1 millj­arðs króna hagnaði á fyrri hluta árs­ins en á sama tíma­bili í fyrra var 10,6 millj­arða króna tap. Á öðrum árs­fjórðungi þessa árs var 2,1 millj­arðs króna tap á rekstr­in­um.  

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Orku­veit­unni, að  gengi ís­lensku krón­unn­ar hafi styrkst um 8,3% á fyrri helm­ingi árs­ins og um önn­ur 2,5% síðan. Greidd­ir vext­ir fyrri hluta árs námu 1,1 millj­arði króna. Sam­svar­andi fjár­hæð 2009 var 3,3 millj­arðar króna. Vaxta­kostnaður lækk­ar
því á milli tíma­bila um tvo þriðju, eða 2,2 millj­arða. Seg­ir fyr­ir­tækið að ástæðan sé, sú að á ár­inu 2009 þurfti OR að leita á ís­lensk­an lána­markað, þar sem vext­ir eru meira en tí­fald­ir meðal­vext­ir er­lendra lána OR, sem eru 0,99%. 

Rekstr­ar­tekj­ur á fyrri hluta árs­ins námu 13.561 millj­ón króna en voru 11.925 millj­ón­ir króna sama tíma­bil árið áður. 

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni, að áfram sé unnið að stækk­un  Hell­is­heiðar­virkj­un­ar. Áformað sé að taka 4. áfanga henn­ar, fram­leiðslu á heitu vatni, í notk­un und­ir lok yf­ir­stand­andi árs og 5. áfanga virkj­un­ar­inn­ar, fram­leiðslu á 90 MW rafafls, síðla árs 2011.

Samið hef­ur verið við Evr­ópska fjár­fest­inga­bank­ann um fjár­mögn­un helm­ings 5. áfanga Hell­is­heiðar­virkj­un­ar. Viðræður um frek­ari fjár­mögn­un fyr­ir­tæk­is­ins stand yfir. 

Til­kynn­ing Orku­veitu Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK