Lán yfirmanna Exista felld niður

Yf­ir­menn dótt­ur­fyr­ir­tækja Ex­ista, fengu í fyrra felld niður lán, sem nema hundruðum millj­óna króna, þar á meðal einn nú­ver­andi stjórn­ar­maður í Seðlabanka Íslands. Al­menn­ir starfs­menn fengu einnig felld niður lán, að sögn Rík­is­út­varps­ins.

Um er að ræða stjórn­end­ur dótt­ur­fé­laga Ex­ista:  VÍS, Lýs­ing­ar, Skipta og Sím­ans, dótt­ur­fé­lags Skipta. Þeim bauðst  að kaupa hlut­bréf í Ex­ista og veðið var  hluta­bréf­in sjálf.

Rík­is­út­varpið sagði að alls átta yf­ir­menn í Skipt­um og Sím­an­um hafi fengið lán upp að tutt­ugu og tveim­ur og hálfri millj­ón króna hver, alls 180 millj­ón­ir.  Meðal þeirra var Katrín Olga Jó­hann­es­dótt­ir hjá Skipt­um, sem sit­ur í stjórn Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK