Líklegt að ríkið þurfi að leggja Íbúðalánasjóði til fé

Tap á rekstri Íbúðalána­sjóðs var nærri 1,7 millj­arðar króna á fyrri hluta árs­ins og nam   eigið fé sjóðsins 8,4 millj­örðum króna í lok júní. Það jafn­gild­ir 2,1% eig­in­fjár­hlut­falli, að sögn Grein­ing­ar Íslands­banka, sem tel­ur lík­legt að rík­is­sjóður þurfi að leggja Íbúðalána­sjóði til tölu­vert eigið fé á næst­unni.

Íslands­banki seg­ir, að eig­in­fjár­hlut­fall Íbúðalána­sjóðs sé nú orðið tals­vert lægra en sam­ræm­ist lang­tíma­mark­miðum hans en miðað sé við að eig­in­fjár­hlut­fallið skuli vera yfir 5%. Rekst­ur Íbúðalána­sjóðs hef­ur verið erfiður allt frá banka­hrun­inu en sjóður­inn var rek­inn með 6,9 millj­arða tapi á síðasta ári og eigið fé sjóðsins var 10 millj­arðar í lok síðasta árs. 

Van­skil hafa auk­ist á fyrri hluta árs­ins og voru 6,3% lán­tak­enda sjóðsins með einn eða fleiri gjald­daga í van­skil­um í lok júní 2010 sam­an­borið við 5,3% lán­tak­enda í árs­lok 2009.

Grein­ing Íslands­banka seg­ir ljóst af þess­um töl­um, að lán­tak­end­ur eigi marg­ir hverj­ir erfitt með að standa í skil­um en auk þeirra, sem séu í van­skil­um, hafi helm­ing­ur lán­tak­enda Íbúðalána­sjóðs verið með lán í greiðslu­jöfn­un um síðustu ára­mót. Sé sjóður­inn ekki bú­inn að taka til­lit til mögu­legra af­skrifta eft­ir­stöðva þeirra lána.

Íbúðalána­sjóður hef­ur þurft að  leysa til sín 392 íbúðir frá síðustu ára­mót­um til fulln­ustu krafna og  á alls 739 íbúðir eða um 0,6% allra íbúða í land­inu, en sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar  voru 130.000 íbúðir á Íslandi í lok síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK