Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands mun ekki verða notaður til að hlaupa undir bagga með sveitarfélögum sem hafa skuldbindingar í erlendri mynt.
Erlent lán sem nú stendur í 1,8 milljörðum króna gjaldféll á Reykjanesbæ í upphafi þessa mánaðar og bærinn hefur ekki greitt lánið. Vinna við endurfjármögnun lánsins hefur verið í gangi megnið af árinu en ekki skilað árangri.
Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands er það ekki hlutverk bankans að lána þá fjármuni, sem hann varðveitir, til sveitarfélaga.
Að óbreyttu stefnir í 500 milljóna halla á rekstri bæjarins þar sem tekjur af álveri og fleiri verkefnum hafa brugðist.