Seðlabanki lánar ekki

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands mun ekki verða notaður til að hlaupa undir bagga með sveitarfélögum sem hafa skuldbindingar í erlendri mynt.

Erlent lán sem nú stendur í 1,8 milljörðum króna gjaldféll á Reykjanesbæ í upphafi þessa mánaðar og bærinn hefur ekki greitt lánið. Vinna við endurfjármögnun lánsins hefur verið í gangi megnið af árinu en ekki skilað árangri.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands er það ekki hlutverk bankans að lána þá fjármuni, sem hann varðveitir, til sveitarfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK