Auður Capital tapaði 26 milljónum króna

Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur Auður Capital
Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur Auður Capital

Tap Auðar Capital nam 26 milljónum á fyrri hluta ársins 2010, saman borið við ríflega 55 milljón króna tap fyrir sama tímabil árið 2009. Tekjurnar jukust um 77% á milli ára og námu 315 milljónum króna.

 Rekstrarkostnaður sama tímabils jókst um 42%.  Eignir í stýringu jukust um 60% frá síðustu áramótum og nema nú 27 milljörðum.

 Þá hefur fjárfestingum á vegum AUÐAR I, sem er fagfjárfestasjóður rekinn af Auði Capital en í eigu 23 fjárfesta, þ.m.t. helstu lífeyrissjóða landsins, fjölgað til muna, en sjóðurinn festi á fyrri hluta ársins kaup á nær öllu hlutafé TALs og Yggdrasils auk þess að kaupa um 20% hlut í Securitas og Gagnavörslunni, samkvæmt vef Auðar. 

Nemur eigið fé Auðar Capital rúmum 1,1 milljarði.  Árshlutareikningur Auðar er aðgengilegur hér
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK