Eignir FL Group vísvitandi ofmetnar

Rannsókn á FL Group/Stoðum hófst fyrir tveimur árum
Rannsókn á FL Group/Stoðum hófst fyrir tveimur árum mbl.is/Golli

Tölvupóstsamskipti milli helstu stjórnenda FL Group sýna að eignir sem settar voru inn í Northern Travel Holding (NTH) í lok árs 2006 voru vísvitandi ofmetnar til að sýna fram á blekkjandi eignarstöðu á efnahagsreikningi þeirra félaga sem að viðskiptinum komu.

Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru danska flugfélagið Sterling og Iceland Express. Stjórnendurnir lögðu einnig mikla áherslu á að viðskiptin myndu „meika sens út á við“.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinaflokki um NTH-viðskiptin sem Viðskiptablaðið mun birta á næstu þremur vikum. Fyrsti hluti hans mun birtast í fyrramálið.

Greinaflokkurinn byggir á gögnum sem voru afrituð í ítarlegri húsleit sem starfsmenn skattrannsóknarstjóra framkvæmdu í höfuðstöðvum FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoðir, þann 11. nóvember 2008. Þar var lagt hald á ýmiskonar bókhaldsgögn, kaupsamninga, viðskiptaáætlanir, samkomulög og aragrúi tölvupóstsamskipta afrituð. Um er að ræða hundruð blaðsíðna af trúnaðargögnum. Viðskiptablaðið hefur hluta af umræddum gögnum undir höndum og byggir umræddan greinarflokk á þeim, að því er segir í frétt á vef blaðsins í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Sigurður Haraldsson Sigurður Haraldsson: OG?
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK