Tölur sýna verri erlenda stöðu

Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 5.711 milljörðum hærri en erlendar eignir í lok annars ársfjórðungs. Síðast þegar Seðlabankinn birti tölur um erlenda stöðu kom fram að staðan hefði verið neikvæð um 5.273 milljarða króna í lok fyrsta fjórðungs, þannig að staðan í lok þess annars er 437 milljörðum krónum lakari. Tekið skal fram að um bráðabirgðatölur er að ræða.

Í nýjasta skjalinu er staðan í lok fyrsta fjórðungs hins vegar sögð hafa verið neikvæð um 5.900 milljarða króna. Miðað við það batnaði staðan á öðrum fjórðungi.

Ef frá eru teknar innlánsstofnanir í slitameðferð, þ.e. gömlu bankarnir, er staðan neikvæð um 561 milljarð króna. Það er 100 milljörðum lakari staða en í lok fyrsta fjórðungs samkvæmt tölunum sem síðast voru birtar, en 57 milljörðum betri staða en í lok fyrsta fjórðungs samkvæmt nýja skjalinu.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK