Evrópskt fjármálaeftirlit

Túlka má skrefið sem viðbrögð við vandræðum á evrusvæðinu.
Túlka má skrefið sem viðbrögð við vandræðum á evrusvæðinu. Reuters

Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu síðdegis í dag samkomulagi um að koma á sameiginlegu fjármálaeftirliti í álfunni, að því er Michel Barnier, ráðherra sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórninni, greindi frá.

„Við höfum náð mikilvægum áfanga. Okkur hefur tekist að ná fram pólitískri samstöðu um myndun ramma utan um evrópskt fjármálaeftirlit,“ sagði Barnier þegar ákvörðunin lá fyrir.

Skortur á samhæfðri peningastefnu í evruríkjunum 16 þótti koma berlega í ljós í fjármálakreppunni og eftirmálum hennar og er skrefið liður í að styrkja umgjörð evrunnar til lengri tíma litið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK