Gerir úttekt á fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna

Lífeyrissjóðirnir voru áberandi á hlutabréfamarkaði fyrir hrun
Lífeyrissjóðirnir voru áberandi á hlutabréfamarkaði fyrir hrun mbl.is

Úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóðanna er tekin til starfa, en henni er ætlað að „gera útekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins í nóvember 2008," líkt og segir í samþykkt um nefndina. Um þriggja manna nefnd er að ræða og tilnefndi ríkissáttasemjari alla í nefndina, að ósk stjórnar landssamtakanna.

Formaður nefndarinnar er Hrafn Bragason lögfræðingur og fyrrum hæstaréttardómari, en auk hans sitja þau Guðmundur Heiðar Frímannsson, siðfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, og Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, í nefndinni. Nefndin hefur ráðið Kristján Geir Pétursson lögfræðing sem starfsmann, samkvæmt því sem fram kemur á vef BSRB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK