Viðskiptaflétta þar sem allt var ofmetið jafnt

Fons keypti Sterling á 4 milljarða í mars 2005. Í …
Fons keypti Sterling á 4 milljarða í mars 2005. Í október sama ár var félagið, sem var rekið með tapi keypt á 15 milljarða af almenningshlutafélaginu FL Group Reuters

Jón Sigurðsson, þá framkvæmdastjóri og síðar forstjóri FL Group, virðist hafa haft yfirumsjón með undirbúningi þeirrar viðskiptafléttu sem síðar leiddi til stofnunar Northern Travel-Holding (NTH). Þetta er meðal þess sem fram kemur í tölvupóstsamskiptum milli yfirmanna hjá FL Group.

Viðskiptablaðið fjallar í dag um það hvernig helstu stjórnendur FL Group voru að setja upp viðskipti þar sem þeir vissu, og raunar stefndu á, að ofmeta þær eignir sem undir voru. Það er danska flugfélagið Sterling og Iceland Express.

Sömu sögu er að segja af þáverandi eigendum Iceland Express, eignarhaldsfélaginu Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar.

Losnuðu við Sterling út af efnahagsreikningi FL Group

Lykilatriði í viðskiptunum, samkvæmt Jóni, virðast vera að allir sem kæmu að þeim ofmætu þær eignir sem renna ættu inn í Scantravel, sem síðar varð NTH, jafn mikið.

Hugmyndin með því að selja eignirnar á yfirverði til nýs félags í þeirra eigu var að losa FL Group við Sterling af efnahagsreikningi sínum, losa félagið undan ábyrgðum sem það hafði undirgengist vegna Sterling, Fons undan því að greiða tæpa sex milljarða vegna tapreksturs Sterling og að búa til falska eign á efnahagsreikningum bæði Fons og FL Group með því að bókfæra söluhagnað og seljendalán langt yfir raunvirði.

 NTH keypti Sterling á 20 milljarða og Iceland Express á 6 milljarða

Northern Travel Holding (NTH) var stofnað í árslok 2006 til að kaupa ferðaþjónustutengdar eignir af FL Group og Fons. Um var að ræða Sterling Airlines, Astraeus, Iceland Express, Heklu Travel og Ticket Travel Group. Heildarvirði viðskiptanna samkvæmt áætlunum þeirra sem teiknuðu þau upp var um 28 milljarðar króna. Mest munaði þar um kaup NTH á Sterling á 20 milljarða króna og Iceland Express á 6 milljarða króna, samkvæmt ýtarlegri úttekt Viðskiptablaðsins í dag.
Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. mbl.is/Rax
Hannes Smárason
Hannes Smárason mbl.is/Golli
Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK