3,1% samdráttur

mbl.is/Kristinn

Lands­fram­leiðsla er tal­in hafa dreg­ist sam­an um 3,1% að raun­gildi frá 1. árs­fjórðungi 2010 til 2. árs­fjórðungs 2010 og um 8,4% ef miðað er við 2. árs­fjórðung árið 2009. Lands­fram­leiðsla fyrstu sex mánuði árs­ins 2010 er tal­in hafa dreg­ist sam­an um 7,3% að raun­gildi sam­an­borið við fyrstu sex mánuði árs­ins 2009.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stof­unni. Þjóðarút­gjöld dróg­ust sam­an um 7,4% milli 1. og 2. árs­fjórðungs þessa árs. Einka­neysla dróst sam­an um 3,2% og fjár­fest­ing dróst sam­an um 4,7%. Sam­neysla jókst um 1%. 

Sam­an­b­urður við nokk­ur helstu viðskipta­lönd Íslands sýn­ir að í þeim öll­um varð hag­vöxt­ur milli 1. og 2. árs­fjórðungs þessa árs. Þannig varð til dæm­is 0,4% vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um, 1,2% í Bretlandi og 1% í 15 ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Mest­ur var vöxt­ur­inn í Þýskalandi 2,2%. 

6,8% sam­drátt­ur í fyrra

Nú seg­ir Hag­stof­an að lands­fram­leiðsla  hafi dreg­ist sam­an að raun­gildi um 6,8% á síðasta ári sam­kvæmt end­ur­skoðuðum töl­um yfir þjóðhags­reikn­inga. Er það meiri sam­drátt­ur en áður var talið en í áætl­un frá því í mars var sam­drátt­ur­inn á ár­inu 2009 tal­inn hafa numið 6,5%.

Þessi sam­drátt­ur varð eft­ir sam­felld­an hag­vöxt frá og með ár­inu 1993 og er sam­drátt­ur­inn sá mesti sem mælst hef­ur frá því að gerð þjóðhags­reikn­inga hófst á Íslandi árið 1945. Hag­vöxt­ur á ár­inu 2008 er tal­inn hafa numið 1%.

Lands­fram­leiðsla á 2. árs­fjórðungi 

Lands­fram­leiðslan 2009 - end­ur­skoðun

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK