Arion banki gerir kyrrstöðusamning við Gaum

Systkinin Jón Ásgeir og Kristín Jóhannesarbörn.
Systkinin Jón Ásgeir og Kristín Jóhannesarbörn. mbl.is/Kristinn

Arion banki hefur gert kyrrstöðusamning við Gaum eignarhaldsfélag Bónusfjölskyldunnar. Það þýðir að félagið verður hvorki tekið til gjaldþrotaskipta né gengið að eignum þess meðan samningurinn er í gildi. Gaumur skuldar bankanum tugi milljarða króna og hluti lána félagsins var á gjalddaga í haust.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Gaumur var aðaleigandi Baugs en Baugur hefur verið tekinn til gjaldþotaskipta. Gjaldþrot Baugs er stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar á eftir viðskiptabönkunum þremur en kröfur í Baug eru yfir þrjú hundruð milljarðar króna.

1998 sem var dótturfélag Baugs skuldar Arion banka um 50 milljarða króna. Gaumur er ábyrgur fyrir stórum hluta þess. Skuldin varð til þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi sumarið 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK