Karl Wernersson framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu

Karl Wernersson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu.
Karl Wernersson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu.

Karl Werners­son, eig­andi Lyfja og heilsu, hef­ur tekið við stöðu fram­kvæmda­stjóra af Guðna B. Guðna­syni. Guðni seg­ir í sam­tali við mbl.is að breyt­ing­in sé gerð í góðri sátt, en Karl var áður fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins.

Guðni seg­ir að sam­komu­lag hafi náðst milli sín og Karls, sem er stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, um að Karl tæki starfið að sér að nýju. Hann hafi þá reynslu sem þurfi til að sinna starf­inu og hafi meiri tíma til þess en áður.

Aðspurður hvort fleiri hafi hætt sam­tím­is, seg­ir Guðni: „Frá því í vor hafa staðið yfir breyt­ing­ar á fyr­ir­tæk­inu. Starfs­fólk hef­ur flust til inn­an fé­lags­ins, en það er ekki tengt þessu, held­ur ein­ung­is hluti af þeim aðgerðum sem fóru í gang í vor.“

Guðni vís­ar því á bug að hon­um hafi verið vikið nauðugum frá störf­um; ef eitt­hvað sé hafi hann ýtt und­ir þessi mála­lok, frek­ar en hitt.

Guðni B. Guðnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu.
Guðni B. Guðna­son, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri Lyfja og heilsu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK