Karl Wernersson framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu

Karl Wernersson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu.
Karl Wernersson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu.

Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra af Guðna B. Guðnasyni. Guðni segir í samtali við mbl.is að breytingin sé gerð í góðri sátt, en Karl var áður framkvæmdastjóri félagsins.

Guðni segir að samkomulag hafi náðst milli sín og Karls, sem er stjórnarformaður félagsins, um að Karl tæki starfið að sér að nýju. Hann hafi þá reynslu sem þurfi til að sinna starfinu og hafi meiri tíma til þess en áður.

Aðspurður hvort fleiri hafi hætt samtímis, segir Guðni: „Frá því í vor hafa staðið yfir breytingar á fyrirtækinu. Starfsfólk hefur flust til innan félagsins, en það er ekki tengt þessu, heldur einungis hluti af þeim aðgerðum sem fóru í gang í vor.“

Guðni vísar því á bug að honum hafi verið vikið nauðugum frá störfum; ef eitthvað sé hafi hann ýtt undir þessi málalok, frekar en hitt.

Guðni B. Guðnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu.
Guðni B. Guðnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK