Vilhjálmur íhugar skaðabótamál

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason mbl.is/Brynjar Gauti

Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og hluthafi í FL Group, ætlar að kanna mögulegt skaðabótamál og fá viðurkenningardóm á bótaskyldu stjórnenda  FL Group, sem og endurskoðanda félagsins, til að bæta það milljarða tjón, sem þúsundir hluthafa félagsins, að ekki sé talað um lánardrottna þess urðu fyrir vegna starfshátta og vinnubragða stjórnenda FL Group.

Vísar Vilhjálmur til gagna sem Viðskiptablaðið birti um tölvupóstsamskipti stjórnenda FL Group.

„Sem hluthafi í almenningshlutafélaginu FL Group hefi ég beina og lögvarða hagsmuni að fá aðgang að gögnum, sem geta aðstoðað mig sem og aðra hluthafa til kanna réttarstöðu okkar gagnvart stjórnendum þessa almenningshlutafélags varðandi hin fjölmörgu afbrot, sem viðkomandi stjórnendur eru grunaðir um.

Í ljósi þess að lögreglu ber að gæta réttinda meintra brotaþola við rannsókn máls, þó svo ekki fari í bága við lög um þagnarskyldu eða annað og í ljósi þess að ekki verður séð að rannsóknarhagsmunum sé stefnt í hættu eða gögnin geymi viðkvæmar upplýsingar um þriðja mann hef ég fengið gögn er varðar Sterling málið svokallaða og mun ég kanna möguleikann á málsókn gagnvart stjórnendum félagsins.

Eftir að hafa kynnt mér þessi gögn sá ég enga ástæðu til að liggja á þessu, þar sem gögnin afhjúpa bæði ásetninginn og brotaviljann í þessu máli og blaðamenn Viðskiptablaðsins greinilega sammála því mati.

Hinum grunuðu í þessu máli bauðst öllum að tjá sig um efnisatriðin sbr. umfjöllun Viðskiptablaðsins og ég leyfi lesendum að draga eigin ályktanir miðað við þau gögn sem fyrir liggja og svör þessara einstaklinga.

 Næstu skref er að kanna mögulegt skaðabótamál og fá viðurkenningardóm á bótaskyldu stjórnenda  FL Group, sem og endurskoðanda félagsins, til að bæta það milljarða tjón, sem þúsundir hluthafa félagsins, að ekki sé talað um lánardrottna þess, meðal annars lífeyrissjóðir,  urðu fyrir vegna starfshátta og vinnubragða „Klíku Jóns Ásgeirs" eins og slitastjórn Glitnis kallar þessa herramenn í stefnu sinni. Er sú vinna þegar hafin," segir í tilkynningu frá Vilhjálmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK