Trichet: ESB haldi stöðu sinni hjá AGS

Jean-Claude Trichet,
Jean-Claude Trichet, Reuters

Seðlabankastjóri Evrópu, Jean-Claude Trichet, hvatti í dag til þess að Evrópa standi saman á bak við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Með þessu var hann að svara fyrirspurn um hvort Evrópusambandið eigi að draga úr stuðningi sínum við AGS. 

Á blaðamannafundi á Ítalíu í dag sagði hann að staða ESB hjá AGS væri afar mikilvæg fyrir alþjóðasamfélagið. Trichet tók fram að þarna talaði hann fyrir sig sjálfan en ekki sem bankastjóri Seðlabanka Evrópu. 

Í dag er ESB með níu af 24 sætum í framkvæmdastjórn AGS. Umræða hefur verið um hvort nýmarkaðsríkin eigi að fá meira vægi í stjórn sjóðsins á kostnað ESB. 

Í dag tók Trichet það sérstaklega fram að það versta sem gæti gerst væri að aðskilja Grikkland frá evrusvæðinu en eins og fram hefur komið glímir Grikkland við mikla efnahagserfiðleika. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK