8,3 milljarða hagnaður Íslandsbanka

Af­koma Íslands­banka á fyrsta árs­hluta 2010 var sam­kvæmt könnuðum árs­hluta­reikn­ingi já­kvæð um 8,3 millj­arða króna og er tekju­skatt­ur tíma­bils­ins áætlaður 2347 millj­ón­ir króna. 

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri, seg­ir í til­kynn­ingu að rekst­ur bank­ans hafi gengið vel á fyrri helm­ingi árs­ins og verið nokkuð í takt við áætlan­ir.  Eig­in­fjárstaða bank­ans sé afar sterk eða 21,5% sem sé vel yfir 16% lág­marks­kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.  Það sé því ljóst að bank­inn hafi all­ar for­send­ur til að koma í auknu mæli að fjár­mögn­un at­vinnu­lífs­ins á Íslandi.

Birna seg­ir, að vissu­lega hafi réttaró­vissa um lög­mæti og vaxta­kjör lána í er­lendri mynt sett mark sitt á upp­gjör­s­vinnu bank­ans. Bank­inn hafi gert út­tekt á hugs­an­leg­um áhrif­um ólíkra niðurstaðna í því máli.  Sú út­tekt leiði í ljós, að verði öll lán í er­lendri mynt verði dæmd ólög­leg geti höggið á eig­in­fjár­grunn bank­ans orðið veru­legt en eig­in­fjár­hlut­fall yrði samt yfir 12% sem sé vel yfir lög­bundnu lág­marki.

„Slík niðurstaða myndi þó skerða veru­lega mögu­leika bank­ans til að þjón­usta heim­ili og fyr­ir­tæki og veita fjár­mun­um til fjár­fest­inga og þar með taka þátt í  end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins," seg­ir Birna í til­kynn­ing­unni.

Til­kynn­ing Íslands­banka

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK