Vöruskipti áfram hagstæð

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir ágúst 2010 var útflutningur 41,8 milljarður króna og innflutningur  39,4 milljarðar króna. Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 

Vöruskiptajöfnuður var hagstæður um 12,4 milljarða króna í ágúst í fyrra. Raunar hafa verið hagstæð vöruskipti í hverjum mánuði samfellt frá því í janúar  árið 2009.

Fyrstu átta mánuði ársins er vöruskiptajöfnuður jákvæður um 70,9 milljarða ef bráðabirgðatölurnar fyrir ágúst eru taldar með. Fyrstu átta mánuði síðasta árs var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 52,1 milljarð króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK