Fréttaskýring: Fjárfest umfram tekjur

Gagnaveitan var stofnuð árið 2007 sem dótturfyrirtæki OR, gagnaveita af …
Gagnaveitan var stofnuð árið 2007 sem dótturfyrirtæki OR, gagnaveita af einhverju tagi hefur um nokkurt skeið verið hluti reksturs OR. mbl.is/Ómar

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki hennar, Gagnaveitan, hafa frá árinu 2004 varið 7,8 milljörðum króna til uppbyggingar á ljósleiðaraneti í borginni og í aðrar fjárfestingar. Þessar fjárfestingar hafa á sama tímabili skilað um 3,5 milljörðum króna til baka í formi tekna.

Haraldur Flosi Tryggvason, starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Gagnaveitan og útgjöld hennar væru einn þeirra rekstrarþátta OR sem kæmu til skoðunar við endurskipulagningu fyrirtækisins.

Meiri fjárfesting en í fyrra

„Mér hefur ekki gefist tími ennþá til að leggjast sjálfur yfir stöðu Gagnaveitunnar, en ég bíð þess að forstjóri fyrirtækisins geri mér grein fyrir stöðu þess, því Gagnaveitan er augljóslega hluti af endurskipulagningu OR.“

Á fyrri helmingi þessa árs námu fjárfestingar Gagnaveitunnar 393,3 milljónum króna, sem er tíu milljónum hærri upphæð en varið var til fjárfestinga fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Allt árið í fyrra varði Gagnaveitan 675 milljónum króna í fjárfestingar og miðað við það stefnir allt í að fjárfestingar fyrirtækisins í ár muni nema alls ríflega 690 milljónum króna.

Hafa ber í huga að þrátt fyrir að fjárfestingar Gagnaveitunnar hafi verið jafnmiklar í fyrra og raun ber vitni voru þær þó umtalsvert minni en árin á undan. Frá árinu 2004 hefur Orkuveitan, eða dótturfyrirtækið, aldrei varið undir einum milljarði króna á ári í fjárfestingar. Árið 2006 námu fjárfestingar til gagnaveitu 1,8 milljörðum króna og árið 2008 námu þær 1,5 milljörðum króna.

Tekjur af gagnaveitu Orkuveitunnar hafa aldrei jafnast á við það fé sem varið er í fjárfestingar, ef undan er skilið árið í fyrra. Þá námu tekjur tæpum 800 milljónum króna og voru því um 125 milljónum króna hærri en fjárfesting það ár. Í heildina hefur fjárfesting á þessu sviði hins vegar verið ríflega tvöfalt meiri en tekjur af Gagnaveitunni, eins og áður segir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK